Alrun Nordic Design - Teppi Mini Blátt

11.990 kr
Virðisaukaskattur innifalinn

Því miður er þessi vara ekki til á lager.

Þessi fallegu "mini" teppi frá Alrun Norcid Design er fullkomin gjöf fyrir litla fólkið í lífi okkar.

88% Ull og 12% Organic Bómull 

90 x 130 cm

Skilaboð frá hönnuði:

"Vefðu barnið þitt inn í ást! Nordic Mini teppin okkar er falleg leið til að halda litla fólkinu ykkar kósí. Fæst með annað hvort Ást eða
Styrk rúna-mynstur, koma í sex skærum litum til að örva skynfærin.

Við vitum að náttúruleg efni eru best fyrir börn. Línan frá Nordic Mini Baby teppin er ofin úr 88% Nýja-Sjálands ull og 12% bómull í Oeko-Tex certified.

Gæði þessara teppa endurspegla öll bestu einkenni ullar (hlýja, ending, andardráttur,
og frávísun vatns) meðan bómull tryggir mýkt á húð barnsins.

 

Rúnaletur hefur leikið mikilvægt hlutverk í norrænni menningu í rúmlega 1000 ár og rúnir eru samtvinnaðar siðum víkinga. Bandrúnir eru tákn sem mynduð eru með því að flétta saman rúnabókstöfum úr tilteknu orði eða nafni, oftast yfir miðlægan staf. 

Bandrúnir voru notaðar til að magna seið, hylma yfir leyndarmáli og skama kraftmikla verndargripi. Þær voru einnig nýttar í hversdagslífinu og voru snjöll tjáskiptaleið. Norrænt fólk til forna trúði því að bandrúnir gætu magnað upp merkingu persónulegra skilaboða og gætt líf þess krafti rúnanna. 

Glæsilegu ullartepin okkar bera með sér skilaboð sem ætlað er að veita þér innblástur og styrk á degi hverjum. 

Við hönnun þessara gullfallegu mynstra var notast við okkar eigin einstöku bindirúnatákn. Við vinnum stöðugt að því að umskapa rúnirnar, móta þær upp á nýtt og sameina þannig hið dulræna úr norrænni menningu og valdeflandi nútímagripi. 

Persónuleg tengsl eru okkur mikilvæg. Vörurnar okkar eru tjáningarríkar og við viljum að þær eignist sérstakan stað í hjarta þér og á heimili þínu. Við bjóðum þér að njóta með okkur fegurðarinnar í nýjum norrænum hefðum og gera þær að þínu. "