Dýralæknis-sett

3.594 kr 5.990 kr
Virðisaukaskattur innifalinn

Gefðu ungum dýravinum allt sem þau þurfa til að skoða og lækna leikfangadýrin sín. Þetta leikfang fékk viðurkenningu frá Good Housekeeping Society fyrir að hjálpa börnum að læra samhygð. Í settinu eru 24 hlutir fyrir upprennandi dýralækna sem eru þriggja ára eða eldri: Tvö yndisleg mjúkdýr (hundur og köttur), og alls kyns aukahlutir, m.a. hlustunarpípa, hitamælir, sprauta, eyrnasjá, flísatangir, og klemma. Það eru flöskur og túpur með þykjustunni-kremi, plástrar, og gifs fyrir sár og jafnvel hálstrekt til að dýrin geti ekki nagað sárin sín. Allt þetta, og endurnýtanlegur tékklisti til að fara yfir þegar dýrin koma í skoðun, kemur í handhægri tösku svo litlu dýralæknarnir geta farið í heimsókn að skoða dýrin.